Hvað er ryðvörn ?

Ryðvörn ver undirvagn bílsins fyrir því að vatn eða saltvatn komist í snertingu við járnið og ryðgi út frá því og hentar Fluid film einkar vel í það. Aðalega vegna hversu vatsfráhrindandi Fluid Film er og það eyðir virkni í salti og áburgði og svo þornar það ekki né gufar upp. Þótt að sár myndist vegna steinkast lokast það aftur útaf eiginleikum efnisins og svo er það 100% vistvænt
myndir með lýsingum af undirvagns þvotti

myndir

Verklýsing

Varadekk

1) Varadekk er losað niður áður en undirvagnin er þrifin en það hefur komið fyrir að það er alveg ryðgað fast þá er sprautað vel af Fluid Film á og inn í húsið sem keðjan er inn í um leið og hann er ryðvarin og þarf að koma aftur eftir nokkra daga þá ætti keðjan að vera orðið laus og þá er hægt að losa það niður og ryðverja á þá staði sem ekki náðist til.

Þrif

2) Undirvagninn er háþrýstiþveginn með volgu vatni sem hentar mjög vel við að losa um og þvo í burtu harða og þurra mold og lausan tectyl. Það er byrjað á að háþrýsti þvo hjólaskálar og hjólbogana að framan og aftan. Grindin þvegin að utanverðu og að innan og einnig boddífestingarnar, spyrnufestingar og svo er þrifið undan stuðurum sem og undirvagninn. Það verður að ná sem mestu í burtu en Fluid Film smýgur í gegnum ryk og þessháttar efni en ekki í gegnum þykkt lag af t.d. mold sand eða leir en gamall laus tectyl verður að ná í burtu svo að Fluid Film efnið festist við þá staði sem verið er að ryðverja.
Fluid Film kæfir niður ryð og stöðvar að það haldi áfram að ryðga og með tímanum smígur ryðið í sig efnið og losnar ryðið frá með tímanum.
Fluid Film gufar ekki upp og það eru engin leysiefni né önnur skaðleg efni í því.Fluid Film er unnið úr ullarvaxi og er því mjög vatnsfráhrindandi og það eyðir virkni í salti og áburði sem tærir upp járn ef það væri ekki ryðvarið með Fluid film.

Fluid film endurnýjar gamlan tectyl, hann drekkur í sig fluid film eins og svampur og hann og mýkist allur upp þess vegna nægir að fjarlægja lausan tectyl.Þegar að undirvagninn er orðinn þurr þá förum við yfir hann og fjarlægjum lausar ryð flyksur og ef það eru óhreinindi eins og þykkt lag af ryki þá er því blásið í burtu með lofti.

Efnis ásettning

mynd

Það sem byrjað er á að ryðverja er húddið að innanverðu, innundir húddinu eru hólf til að styrkja það, þau eru ryðvarin sem og valdir staðir í vélarsal og lamir í húddi.
Svo eru hjólabogarnir ryðvarnir, þá er notað þykkara Fluid Film inn í hjólbogana sjálfa, það er hvítt efni sem ver einstaklega vel. Hjólaskálarnar eru teknar síðast þegar undirvagninn er tilbúinn.

Síðan eru frambrettin þakin að innanverðu og þá er notast við barka sem úðar Fluid Film Nas í allar áttir, til að ryðvörnin dreifist sem best á járnið á brettunum og innribrettin. Þessi aðferð er notuð ef plasthlífar eru ekki teknar niður.Næst eru hurðar ryðvarðar og sett í þær að neðan verðu í flestum tilfellum, en efnið dreifist vel á þá staði sem eru í mestri hættu á að ryðga og svo inn í lyklaskrár, lamir og í eldsneytislok.

Þegar efri hlutinn er búinn þá er byrjað á undirvagninum. Það er búið að taka tappana úr svo hægt sé að sprauta inn í öll hólf. Síðan eru allir styrktarbitar í gólfinu sprautaðir þá er notast við vinkil nál eða barka í verkið. Það er yfirleitt mikið af styrktarbitum með litlum götum sem að ryðverja þarf í gegnum.
Næst eru sílsarnir ryðvarðir vel og vandlega að innanverðu og inn í brettahornið aftast þarna getur myndast mikill raki sem Fluid Film ryður í burtu og ver járnið fyrir ryðmyndun. Síðan er það grindin sem þarf að ryðverja vel að innan, þá er notaður barki með spís svo efnið dreifist vel inn í alla grindina. Svo eru grindarbitarnir teknir með sömu aðferð en þeir eru á milli grindana. Næst er afturstuðari og framstuðari ryðvarnir og þar eru styrktarbitar sem eru úr járni og allstaðar innundir þá og í kringum eldsneytisrör frá loki og niður að tank og allstaðar fyrir ofan eldsneytistank sem mögulegt er hægt er að komast

Frágangur:

Það þarf að þurrka úr fölsum en efnið kann að smitast úr drengötum í smá stund á eftir það. Það þarf að fylgjast aðeins með að það smitist ekki á þéttikantana sem eru úr hrágúmí og geta bólnað ef að efnið liggur lengi á því. Þegar verið að sprauta efninu á yrjast það yfir bílinn og bjóðum við uppá að sápuþvo hann í lokinnþótt að bíllinn hefur verið plastaður með yfirbreiðslu kemst alltaf eitthvað undir hana.

Ending:

Ending fluid films fer eftir notkun bílsins og álag umhverfisþátta. Ef verið er að fara yfir ár og jökla o.s.fr er meira álag sett á ryðvörnina. Aðrar bifreiðar sem hafa mikið af plasthlífum endist fluid filmið mjög lengi. En við viljum að viðskiptavinir komi til okkar með bílinn eftir eitt ár til eitt og hálft ár í svokallaða eftirfylgni þar sem að við getum skoðað hvort þurfi að bæta á. Staðir sem eru alveg lokaðir með töppum þarf yfirleitt ekkert að bæta í aftur.